Færsluflokkur: Bloggar

Gleðileg jól

Gleðileg jólSmile

Það styttist óðum í áramótin og ætla ég að eyða þeim í faðmi fjölskyldunnar í Århus í DK!

Já ég var sem sagt að renna í hlað í Rydevænget 79 núna rétt áðan! Hef verið á ferðalagi síðan 5 í morgun að íslenskum tíma! vaknaði kl. korter í 4 eftir 2 1/2 klst svefn! því það voru einhverjir vitleysingar að sprengja í alla nótt ekki svo langt frá þeim stað þar sem ég gisti! En guði sé lof að ég gat sofið í bílnum og flugvélinni! Ég hef aldrei sofið svona mikið í flugvélinni, en nú tókst það, þökk sé "fuck off" svefn grímunni sem ég fékk í jólagjöfLoL

En það er svo sem lítið af mér að frétta svo ég læt þetta bara gott heita í biliWink


Sveitaskvísur

Jæja það er kominn þriðjudagur....eða hann er eiginlega búinn!

Og það eru bara 6 dagar (eða eiginlega 5 þar sem þessi er eiginlega búinn) til jólaErrm

En ég var að koma heim af Akranesi, var að spila meistaraflokksleik við Stjörnuna! Þar sem við erum nú að byggja upp meistaraflokk og að koma okkur í form þá var þetta mjög góður leikur að okkar hálfu! Þessar stelpur í Stjörnunni eru mjög góðar og allar stórar og sterkar og þar er markmaðurinn þeirra ekki undanskylinn....shit ég var eiginlega bara hrædd við hanaWink En leikurinn fór sem sagt 2-0 fyrir Stjörnunni, en ef við hefðum verið í topp formi þá hefði þessi leikur farið öðru vísi....ég trúi því alveg að við eigum framtíð fyrir okkur í fyrstu deildinni í sumar....allavega miðað við þennan leik!

ÍA

En hvað um það!

Var að vinna í morgun og díses þetta var erfitt....ég er búin að sofa út allt jólafríið eiginlega og svo þurfti ég að vakna fyrir kl. 7 í morgun til að mæta í vinnu, þegar ég var búin að vinna kl. 12 þá var ég alveg búin á því og hefði helst þurft að leggja mig, en þar sem ég er að fara að vinna aftur í fyrramálið þá þarf ég víst að fara að sofa í kvöld og ákvað því að geyma svefninn þar til síðar!

Fékk þessa frábæru mynd frá henni Ester áðan

sveitaskvisur

Já það má með sanni segja að þetta séu vistarskvísurCool

En annars bíð ég góða nóttSleeping


Prófin

Úff ég verð nú bara að viðurkenna að mér er mjög létt!

Ég hélt ég myndi deyja úr stressi í morgun, því einkunnirnar áttu að koma inn á netið, og sem betur fer náði ég nú öllu!

En ég hef ekki margt að segja í þetta skipti svo ég kveð ykkur bara úr þessu vonda veðriSideways

Svona er veðrinu best lýst


Sveitin

Maður á ekki að blogga þegar maður er þreytturGasp

Ég var að blogga í nótt svona til að reyna að halda mér vakandi svo ég gæti sofið í dag því ég er að fara á næturvakt í nótt, en þegar ég var að setja inn mynd á bloggið þá gerði ég eithvað svo það datt allt út!Shocking

En hvað um það, ætli það sé ekki best að hefja nýtt blogg!

Ég er sem sagt búin að vera á tveim næturvöktum í þessari viku og sú síðasta er í kvöld, þannig að ég reyni að vaka eins og ég get á kvöldin og nóttunni og reyni að sofa á daginnSleeping

Ég fékk eitt vandræðalegasta sms sem um getur um daginn, ég sat í miðri stúkunni í íþróttahúsinu í BGN að horfa á leik Skallagríms og FSu, og las þetta hræðilega sms og roðnaði niður í rassgat, þegar ég var búin að sms-ast við þennan aðila í smá stund þá komst ég að hinu sanna, þetta var ekki sá sem þetta átti að vera heldur var þetta fávitinni hann Jón Már frændi hennar Esterar sem jú sat næstum því við hliðina á mérPinch

Ég fékk bæði góðar og slæmar fréttir um daginn. Þær góðu voru þær að hún Ester fékk inn á vistinni og við erum að fara að vera saman í herbergi aftur og djöfull verður það G-A-M-A-NGrin

Og svo eru þessar slæmu, hún Áslaug er að fara að flytja vestur og á ég ekkert eftir að hitta hana í laaaangan tíma! Þú verður að vera dugleg að hringja Áslaug og koma inn á msnWink

En ég held ég fari að láta þetta gott heita í bili, kannski ég skelli inn eins og einni mynd svona í lokin, bara til gamansSmile

Sveitasælan

Já það er alltaf gaman í sveitinni....til gamans má geta að öll þessi hús sem þarna eru standa enn, þetta eru íþróttahúsið, kirkjan, gamli skóli, skemman, og skrifstofuhúsið (sem nú er, man ekki hvað var þarna áður)Cool

I looove this placeInLove


Bankarán, vinna og unaður

Prófalok, jólaundirbúningur og gleði!

Ég get ekki annað sagt að þessi yndislegi föstudagur hafi verið gleðiríkur! Já það má nú segja, ég fór í fyrsta lagi í síðasta prófið mitt þessa önnina eftir hádegi, og held ég að ég sé nú búin að ná þessum skratta!(eða það vona ég)

Svo var ég að pakka niður og þess háttar á meðan ég beið eftir henni móður minni því hún var jú að koma að sækja mig, því að ég var að leggja af stað í hið mánaðar langa jólafríW00t

Þar sem ég var búin að pakka öllu  niður og tilbúin eiginlega svona klukkustund áður en móðir mín kom, þá ákvað ég að taka einn rúnt um veraldarvefinn eins og ég geri svo gjarnanCool Þegar ég var alveg að verða búin að skoða vefinn þá ákvað ég svona að endingu að athuga hvað slúður fréttirnar að vestan (frá USA) hefðu að segja mér í dag, svo ég fór á hina feiki góðu síðu http://www.perezhilton.com ! Þar rakst ég líka á þessa draumafrétt, þar var að finna upplýsingar um að tökum væri lokið á drauma mynd minni Sex and the city movie og þarna var hægt að nálgast trailer myhndarinnar á netinu! Ég dreyf strax í því að horfa á hann og sendi svo Sæju systur linkinn og við ákváðum að við værum sko að fara á frumsýningu myndarinnar þegar hún kemur til Íslands (þar er eins gott að hún komi á klakann, annars fer ég til USA til að sjá myndina í bíóhúsum, og leita ástmannsins í leiðinniInLove)

En svona það sem ber hæst í mínu lífi þessa dagana er að eins og áður sagði þá er ég komin í jólafrí og við tekur hvíld um helgina, en svo tek ég 3 næturvaktir í næstu viku ásamt því að fara á æfingar og þrífa herbergið út á skaga. Svo er bara frí held ég þangað til 21 des en þá tekur við vinnutörn yfir há jólin, það er þorláksmessu og aðfangadag og annan í jólum ásamt því að vera að vinna 21, 22 og 27 desW00t En þetta eru peningar svo ég þarf ekki að fremja bankarán fyrir DanmerkurferðinaNinja

En ég held ég fari að láta þetta gott heita í bili og hvet fólk til að commenta um það sem því liggur á hjarta!

kv. Alla


Gleðiblogg að morgni dags!

Gleðiblogg sögðuð þið!

Eigum við að veðja??

Já þá er kominn föstudagurinn 30. nóvember! Í gærkveldi var ég pínd til að sjá jólaskraut en ég neitaði! Það er ekki kominn 1. des og ég vil ekki sjá neitt jólaskraut inn í einhverjum íbúðum! Ég er nákvæmlega í ekki neinu jólaskapi, sem er óvenjulegt þar sem mig er yfirleitt farið að hlakka til svona um 20. nóvember! Þannig að Særún ég er með verkefni handa þér þegar þú kemur heim og það er að koma mér í jólaskap!Tounge

Ég var í síðasta prófinu og var það munnlegt enskupróf...ég hefði nú getað fengið hærri einkun en þar sem ég skildi bókina sem ég las takmarkað og kláraði aldrei að lesa hana þá er þetta bara ágætt held égHalo

Ég gerði Ester ábyggilega stærsta greiða sem ég hef gert fyrir nokkra manneskju í gær! Það fara ekki fleiri sögur af því hvað ég gerði en það var allavega gottCool

Það er víst kominn föstudagur og það þýðir að það er engin æfing í kvöld og ekki á morgun, það þýðir líka að ég er að fara að vinna kl. 5-8 í dag og svo frá 07:30 - 12:00 bæði á laugardag og sunnudag, það er nú ekki svo slæmt! Svo er prófalesturinn að fara á fullt skrið og er það uppeldisfræði próf sem er fyrst, maður er nú ekkert svo rosalega stressaður fyrir það!

Á morgun ætla ég að keppa í innanhúss fótbolta ásamt Önnu Heiðu, Ester og fleirumHappy nefnum engin nöfnSideways

Svo eru Stefán, Ásrún Adda og Þóra Kristín að fara út á mánudagsmorgun og er planið að hitta þau aðeins um helgina!

Núna er ég komin í þrot með efni til að skrifa um og svo er Bold byrjað svo ég verð að hættaCool

Alla ForresterHalo


Prófa pása

Þar sem að ég er á haus í skólanum, próf núna á hverjum degi og allt í pati og svo að byrja jólapróf í næstu viku þá verður sennilega ekkert bloggað hér fyrr en eftir 7. des, daginn sem ég kemst í jólafrí:D

kv. Alla


Bagl, Hjólastóla rallí og próf;)

Eigum við að ræða þetta eithvað frekar??

nei hélt ekki!

En það er aglavega kominn föstudagur, þessi vika er búin að vera helvíti á jörð næstum því...ég er á haus í lærdómi!

Hvað er að kennurum?

Afhverju setja þeir munnlegpróf og hlustunarpróf á akkurat í síðustu tveim vikunum?

Afhverju er ekki hægt að hafa þau um miðja önnina?

En þannig er það nú bara krakkar mínir að ég þarf að fara í 12 eða 13 próf frá fimmtudeginum (gærdeginum) og þangað til á miðvikudaginn í næstu vikur sem eru ekki nema 5 skóladagar! Má þetta?

Ég var sem sagt í þrem prófum í dag! Þau gengu nú öll príðilega vel þrátt fyrir að hafa takmarkað geta lært fyrir þau vegna þess hve mörg þau voru og hve lengi ég var í skólanum í gær!

Hann Einar frændi minni og Sigurður bróðir hans ásamt Önnu Heiðu, Valda, Benza og Benna héldu fyrir mér vöku til rúmlega 2 í nótt og svo var ég vakin kl. 07:20 að staðartíma af Dimmisjón krökkum;) Það var virkilega gaman og langar mig að sjá myndirnar sem teknar voru af okkur Herði Unn:D Shit ég hef verið svo hress;)

Ég sem sagt gat ekkert sofið meir svo ég fór á fætur og hóf að læra fyrir dönsku munnlegt próf! Sem gekk svona ágætlega að ég held!

Svo fór ég bara í skólann og það var Dimmisjón í síðasta tíma fyrir hádegi og var það bara nokkuð gott;) Það var að vísu full langt svo ég fékk 5 mínútur í hádegismat áður en ég fór í íslensku próf!

En ég er sem sagt komin heim og er að fara í ræktina með Ester eftir smá, og svo er planið bara að læra um helgina og reina að vera með litlu prinsessunum mínum;) (Ásrún Adda og Þóra Kristín) ætla að fara með þeim í leikhús kl. 2 á morgun að sjá Gosa:D

En ég held ég láti þetta duga í bili!

p.s. Ég fór á tveggja manna bagl (ball) á miðvikudaginn og bjargaði það vikunni:D og svo vann ég Einar í hjólastóla rallíi;)


Myndir og fleira

Mánudagur

Já komið þið sæl!

Ég vildi bara minna á að ég er búin að setja inn nokkrar myndir, meðal annars úr afmælinu hjá henni Áslaugu sem fram fór á föstudaginn:D

Þar var hörkustuð og fylgja margar ansi skemmtilegar myndir með;)  

kv. Alla

Þetta er alveg ótrúlegt;)

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband