Sveitaskvísur

Jæja það er kominn þriðjudagur....eða hann er eiginlega búinn!

Og það eru bara 6 dagar (eða eiginlega 5 þar sem þessi er eiginlega búinn) til jólaErrm

En ég var að koma heim af Akranesi, var að spila meistaraflokksleik við Stjörnuna! Þar sem við erum nú að byggja upp meistaraflokk og að koma okkur í form þá var þetta mjög góður leikur að okkar hálfu! Þessar stelpur í Stjörnunni eru mjög góðar og allar stórar og sterkar og þar er markmaðurinn þeirra ekki undanskylinn....shit ég var eiginlega bara hrædd við hanaWink En leikurinn fór sem sagt 2-0 fyrir Stjörnunni, en ef við hefðum verið í topp formi þá hefði þessi leikur farið öðru vísi....ég trúi því alveg að við eigum framtíð fyrir okkur í fyrstu deildinni í sumar....allavega miðað við þennan leik!

ÍA

En hvað um það!

Var að vinna í morgun og díses þetta var erfitt....ég er búin að sofa út allt jólafríið eiginlega og svo þurfti ég að vakna fyrir kl. 7 í morgun til að mæta í vinnu, þegar ég var búin að vinna kl. 12 þá var ég alveg búin á því og hefði helst þurft að leggja mig, en þar sem ég er að fara að vinna aftur í fyrramálið þá þarf ég víst að fara að sofa í kvöld og ákvað því að geyma svefninn þar til síðar!

Fékk þessa frábæru mynd frá henni Ester áðan

sveitaskvisur

Já það má með sanni segja að þetta séu vistarskvísurCool

En annars bíð ég góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar!

Bara vinnualki um jólin, það er fínt ;)
Bara að segja þér að ég er sko ekki búin að gleyma þér! Er bara ekkert búin að komast í tölvuna að viti. En fyrsti frídagurinn minn í dag síðan ég kláraði prófin.
Já það verður sko kaka fyrir þig í ofninum þegar skólinn byrjar! Þá verð ég vonandi búin að fjárfesta í diskum.. haha!

En nenni heldur ekki að skrifa jólakort í ár þannig að takk fyrir skemmtilegt ár og sjáumst hressar á næsta ári sæta mína :* Gleðilegt jól!!

Kolbrún (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:05

2 identicon

nojj nojj nojj!!.. kemur ekki á óvert hverju þið haldið á á myndinni;);) hehehe töff mynd:P

Gunna M (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband