Ég vil byrja á því að votta öllum þeim sem þekktu Þorvald samúð mína, og vona að við getum öll lært af þessu slysi.
Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá ætla ég helst ekki að tjá mig um það sem ég var að gera síðustu daga því það er ekkert allt of spennandi, að vísu ætla ég að segja ykkur aðeins frá fimmtudeginum mínum
Ég fór sem sagt á fyrirlestur hjá Freyju Haraldsdóttur um fötlun og fordóma. Ég verð bara að segja að hún gaf mér betri innsýn inn í líf fatlaðrar manneskju. Ég held að við getum öll verið stolt af Freyju fyrir framtak sitt, og líka það hvernig hún tekur því að vera fötluð manneskja, hún lætur ekkert stoppa sig og er alls ekki hrædd eða ósátt við að láta spyrja sig út í það afhverju hún er svona og svo framvegis.
Svo langar mig að koma með smá comment á leikrit NFFA "Algjör draumur". Jú þetta er fínasta leikrit, skemmtileg lög og fyndin atriði, en það er einn stór galli við þetta leikrit sem ég hef heyrt fleiri tala um og það er hversu langt og langdregið það er. Það eru einhverjir rétt tæpir 3 klukkutímar, og alls konar senur sem mér finnst að hægt sé að stytta eða jafnvel sleppa. En annars skemmtilegt leikrit.
En svo var árshátíð í gærkvöldi og var þetta hin fínasta árshátíð, góður matur og Sveppi og Auddi Blö voru frábærir veislustjórar. Svo var ballið með Í Svörtum Fötum sem var mjög skemmtilegt. Ég þurfti að vísu að fara heim með Önnu Heiðu um svona hálf 2 eða eithvað álíka (já ég er umhyggjusama vinkonan) því þessi yndislega manneskja skallaði hurðakarm (hornið á honum) og fékk skurð á hausinn. Það fossblæddi til að byrja með en svo stöðvaðist blæðingin og ég fór með hana heim og þvoði á henni hárið. Það versta er að Anna Heiða man lítið eftir þessu því þetta var algjör brandari. Hún fór hreinlega á kostum þegar verið var að skoða sárið og tékka hvort hún þyrfti að láta sauma þetta.
En ég held ég láti þetta gott heita og bendi bara á að það eru komnar inn nýjar myndir á http://myspace.com/allakr
| Alla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.