Vísnabragur

Heyrðu það er kominn sunnudagur og svoldið síðan ég bloggaði síðast

Það hefur svo sem ekkert mikið gerst hjá mér nema síðasta vika einkenndist af lærdómi og fótbolta og sú næsta gerir það líka, en þá er komið páskafrí svo maður getur slappað afSmile

En það voru tveir leikir um helgina og var sá fyrri á móti HK/Víking í 2. flokki og gerðum við 1-1 jafntefli við þær sem telst nokkuð gott. Svo var leikur í kvöld þar sem meistaraflokkur tók á móti GRV en sá leikur fór ekki alveg eins vel og er ég ekki alveg með stöðuna á hreinu, ég var ekki í liðinu í kvöld en ég ætla mér að vera þar í næsta leik.

Þar sem Valdís Þóra litli golfari hefur komið því inn í hausinn á mér að semja vísur þá leyfði ég mér að semja eins og eina vísu um leiki helgarinnar, hún hljómar svona:

Við jafntefli við HK/víking gerðum,

en fyrir GRV við ósigur biðum.

Það besta við vona verðum,

á móti annars konar liðum.

En ég hef svo sem ekki mikið annað segja þar sem ég hef ekki hugsað um annað en ritgerðarskrif síðustu daga, en ef þið vitið um góðar heimildir um það afhverju Sarajevó var lögð í rúst í lok 20 aldar, þætti mér vænt um að það bentuð mér á þær;)

Góða nótt

Alla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum bók heima sem heitir Dagbók Zlötu og er dagbók ungrar stúlku sem bjó í Sarajevo á meðan stríðinu stóð. Þú getur kannski kíkt í hana. Veit samt ekkert hvort þú finnir það sem þú leitar að. En þetta er góð bók engu að síður sem þú þarft að lesa.

Sæja (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Aðalheiður Kristjánsdóttir

Heyrðu ég er einmitt með hana og er búin með ritgerðina, og jú þessi bók kom mér að góðum notum. Ég er næstum hálfnuð með hana og þetta er bók sem allir þurfa að lesa.

Aðalheiður Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 16:19

3 identicon

Hey Alla!! Ég er á blogginu þínu;) En þú veist að Sarajevó var lögð í rúst í lok 20.aldar út af mér. Ég var með óeirðir og fólkið bara trylltist við það!! Hélt þú vissir það nú;)

Elskaþigrosalegamikiðdúllidúll:****

Áslaug Katrín (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband