Já sæll, nú er kominn miðvikudagur og það fer að styttast í árshátíðina
Ég keypti mér þennan dýrindis kjól á sunnudaginn og svo skó og eyrnalokka á mánudaginn Svo nú verður maður algjör prinsessa á árshátíðinni!
Næstu helgi ætla ég að vera heima hjá mér að mestu, þ.e. ég er að vinna fram að hádegi á laugardag og sunnudag, og svo bara ein heima með Adda litla bróa......því foreldrar oss ætla að skella sér á Akureyri
Það eru víst Opnir dagar í næstu viku og ætla ég að gera eithvað skemmtilegt! Veit ekki alveg hvað það á að vera
Ég sem sagt skellti mér til RVK á mánudaginn ásam Önnu Heiðu, Ester og Margréti Öldu og gerðum við hin ágætustu kaup í borginni, allavega Anna Heiða Svo enduðum við á því að skella okkur í bíó og sáum myndina Coverfield að ég held, og ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að ég hef séð þær betri
En ég held ég fari að láta þetta gott heita og fari að læra í þýsku
Athugasemdir
Sælar, mikið rosalega langar mér að fara á árshátíðina og sjá alla í kjólum og sínu fínasta pússi! En nei ég þarf að VINNA! leiðinlegt! Taktu bara nóg og margar myndir af allt og öllum ;D
Kolbrún (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:47
Ég tek klárlega nóg af myndum....og þá aðallega af mér....er það ekki myndefnið sem þú vilt sjá?
Aðalheiður Kristjánsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.