Ég er enn á lífi þó litlu muni
Ég er sem sagt búin að vera tölvulaus síðan ég kom heim frá Danmörku, en núna pikka ég þetta blogg á glæ nýtt lyklaborð og munurinn er þvílíkur
En af mér er að frétta að þar sem ég hef verið tölvulaus fyrstu tvær vikurnar í skólanum þá er ég lang komin með allar skólabækurnar, því ég hef ekki haft neitt að gera á þessum blessaða Skaga!
Var að fá fótboltann metinn inn sem einingu og þá voru íþróttirnar mínar teknar út, en það er allt í lagi því þá þarf ég ekki að vera í skólanum til 5 á mánudögum og þriðjudögum. Ótrúlegt en satt þá leggst skólinn ótrúlega vel í mig þessa önnina og mér þykir skemmtilegt í nánast öllum tímum, eiginlega öllum nema ísl 403. Auðvitað er sagan alltaf skemmtilegust
Síðasta vika einkenndist af sleepover, náttkjólamátun og skeggjanarti Já einhverjir vita um hvað ég tala og þetta var mjög fyndið! Ég fékk sem sagt góða gesti í heimsókn til mín og brölluðum við ýmislegt skemmtilegt.
við brölluðum til dæmis þetta að Einar mátaði náttkjólinn hennar Esterar sem náði henni niður að hnjám en er eins og stuttermabolur á Einsa klikk
En í gær þá var bústaða ferð upp í Munaðarnes. Þar var hið ágætasta partý og var nóttin ansi löng þar sem ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan var að verða hálf 8 eða 8. Svo vaknaði ég klukkan svona hálf 11 og fór að taka smá til og pakka niður til að gera mig tilbúna til heimferðar ásamt Ester, meðan við vorum að taka til þá skreið hver á fætur öðrum fram úr rúminu og bauð góðan daginn. Við Ester fórum út og okkur til mikillar hamingju þá var bíllinn fastu. Við fórum og spjölluðum við Önnu Heiðu, Einar, Valda og Margréti. Valdi var svo yndislegur við okkur að vera tilbúinn að losa bílinn fyrir okkur, hann steig inn í bifreiðina og þetta leit ljómandi vel út en svo fór bíllinn að fara til hliðar og þá var ekki aftur snúið....hann var pikkfastur! Hafist var handa við að draga hann upp og það tókst á endanum eftir svona klukkutíma. En málið var að þetta var ekki í fyrsta sinn í þessari ferð sem við festum okkur, við nefninlega festum okkur rétt hjá Hvítárvöllum á leiðinni í bústaðinn en Ester ofurbílstjóri komst í gegnum skaflinn eftir smá stund;) En þetta var hið fínasta partý og var farið í pottinn og spilað á gítar og sungið eftir eigin nefi, ég af öllum manneskjum fór í gegnum heila möppu af söngtextum og söng flest þeirra:) þið getið rétt ímyndað ykkur
En ég vil þakka fólkinu fyrir helgina
Flokkur: Bloggar | 19.1.2008 | 18:25 (breytt kl. 18:25) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.