Áramótamatur!

Gleðilegt ár gott fólk

 

áramótin 

Eins og áður segir þá eyddi ég áramótunum í Danmörku...réttara sagt Århus City! Þetta voru hin notalegustu áramót og var mikið sprengt fyrir lítinn peningWink

Við sem sagt byrjuðum gamlársdag á því að gera stórinnkaup í Bilka! Þar gat ég verslað mér eina peysu, eina skó og þrennar buxur! Svo var verslað í matinn fyrir áramótin og allskonar hattar og grímur voru keyptar!

Svo var haldið í einhverja búð þar sem við tókum okkur lista í hönd og merktum inn þá flugelda sem við vildum kaupa, við keyptum heilann helling og svo var brunað út í sveit og flugeldarnir sóttir, sniðugar þessar baunir að hafa þetta svona afsýðisSmile

Við fengum þennan dýrindis áramótamat, hann var reyndar með töluvert öðru sniði en ég á að venjast! Við héldum að þetta væri nautakjöt og gæs og borðuðum það með bestu list og þótti mjög gott (sem maturinn jú var) en þegar við grensluðumst nánar fyrir um hvað þetta væri þá var okkur sagt að þetta hefði verið

Strútur

100px-Struthio_camelus_kwh

og

keingúra

Kangaroo_jumping

Já þetta var áramótamaturinn minn ásamt gæsinniCool

Ég legg til að þið smakkið þettaWink

Svo fórum við upp á hól með alla flugeldana í barnakerru (börnin voru látin labba) og sprengdum eins og við ættum lífið að leysa!

Dagurinn í dag fór svo í að versla og eyddi ég 6 klst í miðbæ Århus og verslaði af mér rassgatið.....ég náði að eyða næstum öllum peningnum mínum sem í upphafi var 50.000 kr og er takmarkið að eyða honum og jafnvel gott betur!Whistling

En ég held ég láti þetta gott heita í bili og fari að blanda geði við fólkið að vafra um vefinn lengur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að vita að einhver keypti meira en í þarna úti í Danmörlu. Afrekaði að kauða mér 1 peysa og 3 boli og 2 klúta... hef bara aldrei á ævi minni keypt jafn lítið!

En gaman að þú skemmtir þér vel, hittumst svo vonandi bara á mánudaginn :)

Kolbrún (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband