Maður á ekki að blogga þegar maður er þreyttur
Ég var að blogga í nótt svona til að reyna að halda mér vakandi svo ég gæti sofið í dag því ég er að fara á næturvakt í nótt, en þegar ég var að setja inn mynd á bloggið þá gerði ég eithvað svo það datt allt út!
En hvað um það, ætli það sé ekki best að hefja nýtt blogg!
Ég er sem sagt búin að vera á tveim næturvöktum í þessari viku og sú síðasta er í kvöld, þannig að ég reyni að vaka eins og ég get á kvöldin og nóttunni og reyni að sofa á daginn
Ég fékk eitt vandræðalegasta sms sem um getur um daginn, ég sat í miðri stúkunni í íþróttahúsinu í BGN að horfa á leik Skallagríms og FSu, og las þetta hræðilega sms og roðnaði niður í rassgat, þegar ég var búin að sms-ast við þennan aðila í smá stund þá komst ég að hinu sanna, þetta var ekki sá sem þetta átti að vera heldur var þetta fávitinni hann Jón Már frændi hennar Esterar sem jú sat næstum því við hliðina á mér
Ég fékk bæði góðar og slæmar fréttir um daginn. Þær góðu voru þær að hún Ester fékk inn á vistinni og við erum að fara að vera saman í herbergi aftur og djöfull verður það G-A-M-A-N
Og svo eru þessar slæmu, hún Áslaug er að fara að flytja vestur og á ég ekkert eftir að hitta hana í laaaangan tíma! Þú verður að vera dugleg að hringja Áslaug og koma inn á msn
En ég held ég fari að láta þetta gott heita í bili, kannski ég skelli inn eins og einni mynd svona í lokin, bara til gamans
Já það er alltaf gaman í sveitinni....til gamans má geta að öll þessi hús sem þarna eru standa enn, þetta eru íþróttahúsið, kirkjan, gamli skóli, skemman, og skrifstofuhúsið (sem nú er, man ekki hvað var þarna áður)
I looove this place
Athugasemdir
Myndin er alvegþrælflott. Það ef mikið breyst þarna en samt svo lítið.
Þráinn Sigvaldason, 13.12.2007 kl. 13:36
Vona að þú sofir vel á meðan ég er að glíma við upprennandi skautaprinsessur og kúreka á hvanneyrinni þinni;);)
Gunna mæja:D (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.