Gleðiblogg að morgni dags!

Gleðiblogg sögðuð þið!

Eigum við að veðja??

Já þá er kominn föstudagurinn 30. nóvember! Í gærkveldi var ég pínd til að sjá jólaskraut en ég neitaði! Það er ekki kominn 1. des og ég vil ekki sjá neitt jólaskraut inn í einhverjum íbúðum! Ég er nákvæmlega í ekki neinu jólaskapi, sem er óvenjulegt þar sem mig er yfirleitt farið að hlakka til svona um 20. nóvember! Þannig að Særún ég er með verkefni handa þér þegar þú kemur heim og það er að koma mér í jólaskap!Tounge

Ég var í síðasta prófinu og var það munnlegt enskupróf...ég hefði nú getað fengið hærri einkun en þar sem ég skildi bókina sem ég las takmarkað og kláraði aldrei að lesa hana þá er þetta bara ágætt held égHalo

Ég gerði Ester ábyggilega stærsta greiða sem ég hef gert fyrir nokkra manneskju í gær! Það fara ekki fleiri sögur af því hvað ég gerði en það var allavega gottCool

Það er víst kominn föstudagur og það þýðir að það er engin æfing í kvöld og ekki á morgun, það þýðir líka að ég er að fara að vinna kl. 5-8 í dag og svo frá 07:30 - 12:00 bæði á laugardag og sunnudag, það er nú ekki svo slæmt! Svo er prófalesturinn að fara á fullt skrið og er það uppeldisfræði próf sem er fyrst, maður er nú ekkert svo rosalega stressaður fyrir það!

Á morgun ætla ég að keppa í innanhúss fótbolta ásamt Önnu Heiðu, Ester og fleirumHappy nefnum engin nöfnSideways

Svo eru Stefán, Ásrún Adda og Þóra Kristín að fara út á mánudagsmorgun og er planið að hitta þau aðeins um helgina!

Núna er ég komin í þrot með efni til að skrifa um og svo er Bold byrjað svo ég verð að hættaCool

Alla ForresterHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú aldeilis geði blogg!
Mér langar samt að vita hvaða stórgreiða þú gerðir!
Það hefur verið eitthvað rosalegt víst þú vilt ekki tjá þig frekar um það:P

Bið að heilsa Forrester

Kolbrún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:07

2 identicon

Já það er aldrei að vita nema ég geti komið þér í smá jóla,,stöð". Sjáum til. Veit annars ekkert hvenær ég kem heim, reyni að komast að því um helgina.

Sæja (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:19

3 identicon

Sæl :D þetta var heldur betur skemmtilegt blogg þarna hjá þér stelpuskjáta. :D

en núna er kominn 3 des. :D og 21 dagur til jóla :D ég er sko byrjuð að hlakka til jola. fara heim á patró í fyrsta skiptið síðan í mið ágúst. og borða endalaust gott :D en við sjáumst mín kæra

og þú verður að segja mér heimilisfangið þitt við tækifæri. :D svo að e´g geti sent þér jólakort :D heheh 

Tinna fyrrum vistarbuddy ;D (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:12

4 identicon

Tinna þú ert nú meiri kellingin! Ég sagði þér það í fyrra....ertu búin að gleyma því?  Ég man sko hvar þú átt heima

Alla (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband