Þriðjudagur til þvotta

Þriðjudagur til þvottaTounge

Góðan daginn landsmenn!

Það er víst kominn þriðjudagur og maí mánuður alveg að klárast! Ég kláraði prófin 13. maí og gekk það bara eins og best var á kosið. Eftir að prófin kláruðust hefur líf mitt aðallega snúist um fótbolta og vinnu! Ég hélt ég ætti að vera í fríi til 3 júní en alltaf var einhver aukavinna (sem er bara hið besta mál) og ég vann alla síðustu viku fyrir utan föstudaginn. Ég er nú í fríi í dag og er það unaður!

Á föstudaginn fór ég til Vestmannaeyja að keppa í fótbolta, sá leikur fór ekki vel og við ræðum hann ekki meir! Í gær var ég líka að keppa í fótbolta og sá leikur fór heldur ekki vel, enda fáliðaðar og margir leikmenn bara hálfir, þar á meðal ég! Þar sem ég þurfti að fara út af í hálfleik því ekki gat ég hlaupið meir!

Ég ætla mér ekki að tala um Júróvisjon í þessari færslu því nóg þykir mér talað um þá keppni á öðrum síðum veraldarvefsinsWink

Það er víst að koma júní og þann 3 júní byrjar ég á fullu að vinna! Næstu helgi er stefnan að fara norður á Akureyri á föstudaginn og í fermingarveislu þar á laugardaginn, koma svo heim á laugardagskvöld og fara í fermingu á sunnudagskvöldSmile Eintóm sæla þar á ferðGrin

Svo styttist í að Særún Ósk útskrifist úr Kennaraháskólanum sem Þroskaþjálfi og verður haldin veisla henni til heiðurs!

Anna Heiða og Áslaug voru að útskrifast á laugardaginn og vil ég óska þeim til hamingju þó ég sé nú búin að því oft nú þegar! En sérstaklega vil ég óska Önnu Heiðu til hamingju með kossinnWinkGrin I think she is in loveInLove

12. júni að ég held er margt og mikið að gerast í mínu lífi. Ég byrjar daginn bara ósköp venjulega og fer í vinnuna kl. hálf 8, svo eru James Blunt tónleikarnir um kvöldið og eftir því sem ég best veit eru Oddný, Stefán, Ásrún Adda og Þóra Kristín að koma til Íslands í heimsókn þann dag og ætla að vera í 10 daga eða svoGrin I'm looking forward to it!

Maður er öll komin í enskusletturnar þar sem fótboltaæfingar einkennast af því að tala íslensu og ensku í bland því ég verð jú að tala við hana Marciu líkaGrin

Stjörnuspáin mín:

MeyjaMeyja: Einhver þarf á stuðningi þínum að halda. Eftir öll þú grettistök sem þú hefur lyft í lífinu, er ekki nema von að leitað sé til þín. Hjálpaðu, en vertu bara stuðningur.

Einhverra hluta vegna held ég að manneskja sem ég þekki þurfi stuðning minn núna!

Ég er alveg miður mín þessa stundina því ég kláraði rétt í þessu að horfa á 2. seríu af Grey's Anatomy og ég á ekki fleiri séríur svo ég veit ekki hvað ég á af mér að gera. Ég fór til dæmis að þvo þvott, enda þriðjudagur og hann er tilvalinn í að þvo þvott! Svo fór ég að horfa á Sex and the city AFTUR!

Talandi um Sex and the city! Myndin verður frumsýnd á föstudaginnGrin GrinGrinGrin

Ég get ekki beðið eftir að komast í bíó og sjá þessa mynd sem ég efast ekki um að sé góð, enda leikur eiginmaður minn og draumprins í henniInLove

En ég held ég láti þetta duga í dag, þarf að fara að koma mér á æfingu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jáff Þriðjudagar eru bestu þvottadagarnir;);)

En sjiiittt hvað mig langar á allar þessar skemmtilegu myndir sem eru í bíó, og nú bætist ein við:O!

Synd að ég gat ekki verið með í leiknum á þriðjudaginn, Halli var búinn að biðja mig um liðsauka, en ég gat því miður ekki reddað vinnunni og þurfti meira að segja að vinna lengur!

og Alla,. Blogg eru KÚL!!

hehe finnst gaman að lesa svona hvað er að gerast hjá vinum mínum sem ég hitti sjaldan yfir sumarið:)

Gyða Kristjáns (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Aðalheiður Kristjánsdóttir

Já Gyða blogg er mjög kúl;) Bara spurning hvort maður nenni að blogga;) hehe!

En já þú verður að vera dugleg að blogga í sumar og ég skal reyna hið sama.

Já það hefði verið gott að fá þig í leikinn á mánudaginn! En Valdís reddaði okkur og setti 2 í netið;) snilld það!

Aðalheiður Kristjánsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:47

3 identicon

Planið enn heitt Alla? Frumsýning eller? Pant hringja á fm!

Eva Laufey (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:48

4 identicon

Sæl elskan! :)

Flott blogg, maður var farin að undrast um þig, þar sem það var svo langt siðan að færsla hefur komið frá þér...

En vá Greys anatomy eru bestu þættir ever :) hehe

Enég kann ekkert að kommenta svona en langaði að skilja eftir smá spor.

Knús

 p.s. ég var næstum buin að kluðra ruslpóstvörninni :D haha flottur auli

Tinna Holt (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Aðalheiður Kristjánsdóttir

Ohh Eva! Planið er ekki alveg jafn heitt og það var áður því ég þarf að fara norður á Akureyri á morgun! En það er klárlega plan að fara bara fljótlega;) Getum farið nokkrar saman! það er stuð;)

Takk fyrir sporin Tinna! Og það er mjög töff að klúðrar ruslpóstvörninni;)

Aðalheiður Kristjánsdóttir, 29.5.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband