Jæja þá er kominn tími á nýtt blogg
Það er víst kominn mánudagur enn og aftur og þýðir það bara að anna söm skólavika er tekin við. Ég var farin að hlakka til voða rólegrar viku þar sem ég hefði nægan tíma til að læra fyrir þýskuprófið sem er á fimmtudaginn, því ég var svo dugleg síðasta föstudag að klára tvær skýrslur og einn kvikmyndadóm um sögulega kvikmynd í sag 313, en nei ég kem í skólann í morgun og fyrsti tími hjá mér er enska, hún Ludmila hellir yfir okkur verkefnum, en hvað um það, svo fer ég á fótboltaæfingu eftir skóla og þá er ég valin í meistaraflokks hópinn sem er að fara að spila á morgun í Hafnarfirði, og það setur allt úr skorðum, en ég get ekki verið annað en ánægð með það að hafa komist í hópinn og ætla ég að halda áfram að bæta mig og vera dugleg að mæta á æfingar, þannig að núna þá hef ég bara miðvikudaginn til að læra fyrir þetta blessaða þýskupróf en það verður að hafa það í þetta skiptið.
En hvað er annars að frétta af ykkur?
Þetta var svona frekar feit helgi hjá mér, eða þannig séð. Ég var að keppa í fótbolta á föstudagskvöldið (skulum ekki hafa fleir orð um það) og svo var ég ekki komin heim á Hvanneyri fyrr en kl. svona hálf 12. Auðvitað vakti maður fram eftir, en á laugardagsmorgun vaknaði ég um 11 og fór í sturtu og svo upp að Hálsum til að hjálpa mömmu með kransakökuna sem hún var að baka fyrir skírnina hjá Arnari, svo var brunað heim í sparifötin og aftur upp að Hálsum í veisluna, drengurinn sem verið var að skíra heitir Víðir Elís og er algjört krútt. Þegar veislan var búin brunaði ég strax í vinnuna og var komin bara akkúrat á mínútunni, var að vinna til hálf 12 og fór svo heim að sofa því ég þurfti að mæta í vinnuna á sunnudagsmorgun kl. hálf 8. Þar sem það var mikil hálka og bíllinn ekki á bestu dekkjum í heimi þá vaknaði ég kl. 20 mín í 7 og fór á fætur, lagði af stað svona 10 mín í 7 og keyrði bara í rólegheitunum, svo var bara unnið þar til hálf 4 og þá brunað heim og beið mín þar bollukaffi, svo þegar ég var nú bara búin að borða svoldið sagði pabbi að við værum að fara í matarboð því hann Óli pabbi Stefáns hefði orðið 50 ára daginn áður. Við mættum þangað og fengum rosa góðann mat og ég borðaði eins og enginn væri morgundagurinn. Svo var það körfuboltaleikur sem enginn vill tala um, en djöfull vona ég að Snæfell taki þessa blessuðu dollu
Svo var það bara skaginn á bíl sem ég hélt að væri að detta í sundur, en hann er enn á lífi blessaður.
En ég held ég fari að láta þetta gott heita, bið að heilsa til himna.
Leggið ykkur nú vel í nótt börnin góð.
kv. Alla
p.s. Anna Heiða þú veist hver biður að heilsa hann er alltaf að skoða bloggið þitt
sæt eða hvað?
Athugasemdir
En hvað síðan þín er orðin myndarleg :D en ekki jafn myndarleg og myndarlega húsmóðirin :d hahah
en gangi þér vel í þýskuprófinu á morgun ;*
Tinna (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:08
mér finnst hún ekkert sæt hahahaha:Þ nei ég var bra að spauga!;) en já sæææææll! eigum við að ræða þann perra eitthvað, nei hélt ekki þar sem við erum alltaf að því;)
Anna Heiða (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.