Bankarán, vinna og unaður

Prófalok, jólaundirbúningur og gleði!

Ég get ekki annað sagt að þessi yndislegi föstudagur hafi verið gleðiríkur! Já það má nú segja, ég fór í fyrsta lagi í síðasta prófið mitt þessa önnina eftir hádegi, og held ég að ég sé nú búin að ná þessum skratta!(eða það vona ég)

Svo var ég að pakka niður og þess háttar á meðan ég beið eftir henni móður minni því hún var jú að koma að sækja mig, því að ég var að leggja af stað í hið mánaðar langa jólafríW00t

Þar sem ég var búin að pakka öllu  niður og tilbúin eiginlega svona klukkustund áður en móðir mín kom, þá ákvað ég að taka einn rúnt um veraldarvefinn eins og ég geri svo gjarnanCool Þegar ég var alveg að verða búin að skoða vefinn þá ákvað ég svona að endingu að athuga hvað slúður fréttirnar að vestan (frá USA) hefðu að segja mér í dag, svo ég fór á hina feiki góðu síðu http://www.perezhilton.com ! Þar rakst ég líka á þessa draumafrétt, þar var að finna upplýsingar um að tökum væri lokið á drauma mynd minni Sex and the city movie og þarna var hægt að nálgast trailer myhndarinnar á netinu! Ég dreyf strax í því að horfa á hann og sendi svo Sæju systur linkinn og við ákváðum að við værum sko að fara á frumsýningu myndarinnar þegar hún kemur til Íslands (þar er eins gott að hún komi á klakann, annars fer ég til USA til að sjá myndina í bíóhúsum, og leita ástmannsins í leiðinniInLove)

En svona það sem ber hæst í mínu lífi þessa dagana er að eins og áður sagði þá er ég komin í jólafrí og við tekur hvíld um helgina, en svo tek ég 3 næturvaktir í næstu viku ásamt því að fara á æfingar og þrífa herbergið út á skaga. Svo er bara frí held ég þangað til 21 des en þá tekur við vinnutörn yfir há jólin, það er þorláksmessu og aðfangadag og annan í jólum ásamt því að vera að vinna 21, 22 og 27 desW00t En þetta eru peningar svo ég þarf ekki að fremja bankarán fyrir DanmerkurferðinaNinja

En ég held ég fari að láta þetta gott heita í bili og hvet fólk til að commenta um það sem því liggur á hjarta!

kv. Alla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það liggur ekkert á hjarta mér.... svo ég er góður;)

Kjartan (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:44

2 identicon

you

bíííats;)

Gyða K (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:20

3 identicon

Já það sem mér liggur mest á hjarta á að segja þér, að ég myndi gjarnar vilja fresta kökuboðinu fram í janúar 2008. Er bara að vinna nánast alla daga frá 14 til 23 og þá fæ ég 3 daga frí ;D

Ég skora á þig að fara bara til Bandaríkjin og sjá myndina þar, hittir örugglega draumprinsinn þinn á rauða dreglinum :)

Kolbrún (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 13:25

4 Smámynd: Guðrún María Björnsdóttir

hahaha!.. æhj Alla.. FEIS því ég var búin í prófum á undan þér! nonínonínoooníí!! .. eða sko.. tók síðasta prófið fyrir hádegi;) hehe...

Guðrún María Björnsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:21

5 identicon

Djöfull ert þú heppinn að ég sé góð í stærðfræði annars hefðuru aldrei fengið komment frá mér :D

En flott blogg hjá þér skvís :D

Lucky þú að vera komin í jólafrí, ég hefði getað verið kominn í það 5 des en varð náttla að fresta öllu:D illi illanna :D

en þetta er komið gott:D heyri í þér á msn ;D

Tinna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband