Spánn ferða saga

Úff þá er ég komin í kuldann!

Ég er að hugsa um að hafa þetta punkta blogg og segja í stuttu máli frá því sem gerðist á Spáni·         Ferðin hófst kl. 10:00 á laugardagsmorgni. Kata, Vignir, Ester og Margrét Alda komu og sóttu mig og við lögðum í hann út á Akranes!·         Vorum mætt kl. 11:00 upp á Jaðarsbakka þar sem okkar beið rúta og voru skvísurnar farnar að streyma inn, eithvað misskildi Húlli (Halli og Lúlli) tímasetninguna og voru aðeins seinir, en það kom ekki að sök!·         Við vorum komin út á Sendgerðisflugvöll rétt um  1 leitið og fórum bara beint í það eiginleg að bóka okkar inn og fara að skoða fríhöfnina!·         Eithvað voru skagastelpur að missa sig í sólarvörninni og ekki veitti af! 

·         Ég og Daisy tókum upp á því rétt áður en að við fórum út í flugvél að troða framan í okkur páskaeggi við mikla lukku viðstaddra!

·         Ekkert merkilegt gerðist í flugvélinni og vorum við komnar til Spánar eithvað um 9 eða 10 leytið um kvöldið að spænskum tíma.·         Vi ð fórum beint til Albír og upp á hótel þar sem beið okkar kvöldmatur·         Svo var bara að koma sér fyrir·         Á sunnudagsmorgun átti Ester afmæli en það var sko ekki verið að halda þennan dag hátíðlegann, nei við mættum á æfingu kl. 10:00 og svo aftur eithvað um 16:00! (svona voru allir dagarnir eiginlega)·         Mánudagurinn var minnir mig notaður í að tana bara vel og æfa tvisvar þennan daginn! Það var mikil sól og gott veður eins og flesta daga!·         Þriðjudagurinn var einnig notaður í tan og æfingar! Ég held að þennan dag hafi ég fengið yfir mig vatns gusu, mér til mikillar mæðu!·         Á miðvikudag var bara ein æfing því síðar um daginn var farið í mollið Benedorm og þar var verslað frá sér nánast allt vit!·         Fimmtudagurinn fór einnig í smá verslunarleiðangur á milli æfinga og var klárað að versla það sem við þurftum (eða það héldum við)·         Á föstudaginn var æfing um morguninn en seinnipartinn var farið í Terra Medica og þar slettum við aldeilis úr klaufunum! Síðar um kvöldið fórum við allar saman út að borða og svo slettum við aðeins úr klaufunum!·         Laugardagurinn var heldur leiðinlegur, eða allavega fyrir okkur eldir! Við spiluðum á æfingu eldir Vs. Yngri og skoraði ég eina mark okkar eldri með góðu poti fram hjá Halla (sem þykist hafa átt leik upp á 10, ekki alveg sammála því)...þessu marki var fangað eins og vera ber og komu allar stelpurnar í liðinu og jöckuðu migJ hahaha svona vil ég hafa þetta í hverjum einasta leik! En yngri stelpurnar sýndu mikinn karakter og skoruðu 3 mörk á okkur eldri, ekki skil ég þó hvernig þær þorðu að voga sér!·         En síðar um daginn var bara pakkað niður og við biðum þar til við þurftum að fara út á flugvöll....já þessi bið fólst í því að nokkrar stúlkur ásamt Húlla (Halla og Lúlla) skelltu sér í mollið og var fólk mis hresst eftir þá verslunarferð!·         Ekki er annað hægt að segja en að þetta hafi verið svaka góð ferð og endaði hún á klakanum um 2 leytið aðfara nótt sunnudags! En nú tekur bara við skólinn en hann er nú alveg að verða búinn svo maður getur farið að hlakka til sumarsinsJÉ g bið bara að heilsa í bili og er farin að sofa!

Góða nótt og til hamingju með afmælið á morgun Halli (þriðjudagur 1. Apríl)

kíkið endilega inn á skagastelpur.bloggar.is og lesið nákvæma og ansi skemmtilega ferðasögu þar sem Kadý skrifaði að mestu leyti....hörku penni þar á ferð:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe.. það var sko örugglega mikið skemmtilegra á KANRAÝ! beiler;);) nei grín.. skil þig alveg að hætta við, en þú misstir af MIKLU!:d

Gunna Mæja (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:25

2 identicon

LOKSINS fékk ég ferðasögu eða allavega eitthvað! Þótt þetta sé nú ekki mjög krassandi;) En takk Alla mín - bjargaðir annars ágætum & sólríkum degi fyrir mér:******* Geeeeet ekki beðið eftir að fá að hitta þig, faðma þig, sleikja á þér kinnarnar, hoppa í hringi með þér, kúra á milli brjóstanna á þér & syngja inni í sængurverum, uppi í rúmum, undir borðum & fleira á meðan að dýrið tekur þetta allt upp :D

Áslaug Katrín (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:31

3 identicon

hahaha já þetta verður klárlega allt framkvæmt á Akureyri;)

Alla (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband